0
clear

Fantôme er fjölskyldufyrirtæki í Bordeaux sem notar frábæra umhverfisvæna hugmynd : að búa til töskur úr notuðum reiðhjólaslöngum, 100% prósent endurvinnsla og án dýraafurða. Slöngunum er safnað í Suðvestur-Frakklandi til að draga úr mengun vegna flutninga. Töskur Fantôme eru ekki aðeins nútímalegar og stílhreinar heldur óslítandi þökk sé slöngunum sem gefur að skilja eru ótrúlegar hvað varðar endingu. Útgangspuntur í allri hönnun fyrirtækisins er að fara sem best með umhverfið, endurnýta en einnig að framleiða tískuvöru sem á að endast sem lengst. Að auki ,,cruelty free“ og vegan því það er ekki einu sinni notað lím við töskugerðina.

Please wait...