0
clear

Jean Louis Mahé kemur frá Suður-Frakklandi, nánar tiltekið í nágrenni Aix en Provence og framleiðir töskur án allra dýraafurða (100% vegan, umhverfisvænt og ,,cruelty free“). Samstarfaðilar eru vandlega valdir eftir umhverfisstöðlum og mannlegum gildum. Nafn tísuhússins er til heiður ömmu og afa hönnuðarins, Virginie Barbier, sem eru frá Bretagne-skaganum og er eins og bergmál af þeim gildum sem hún rekur til þeirra : virða náttúruna, njóta hennar og vera bergnuminn af undur hennar, allt með mikilli hógværð. Jean Louis Mahé er viðurkennt af PETA, stærstu dýraverndunarsamtökum í heimi og hlaut á árinu 2017 viðurkenningu fyrir bestu vegan-tösku ársins en það var Antilope sem eins og nafnið gefur að skilja vísar í villtar sléttur Afríku og Asíu sem er innblástur hönnuðarins.

Please wait...